Calzone



⌑ Samstarf ⌑
Calzone

Þennan Calzone, eða hálfmána á góðri íslensku gerði ég fyrir Gott í matinn fyrr í haust. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá pizzunni svo ég hvet ykkur til að prófa.

Hálfmáni

Calzone uppskrift

Botnar

  • 10 dl hveiti
  • 3 tsk instant ger
  • 2 tsk salt
  • 4 dl volgt vatn
  • 3 msk matarolía

Fylling

  • Rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
  • Mozzarellaperlur
  • Pizzasósa
  • Basilika
  • Kirsuberjatómatar
  • Virgin ólífuolía
  1. Blandið þurrefnunum saman.
  2. Hellið volgu vatni og matarolíu saman við og hrærið vel með króknum.
  3. Smyrjið stóra skál með matarolíu, hnoðið deigið aðeins saman og mótið kúlu, rúllið kúlunni í skálinni svo hún hjúpist með olíu og setjið plast yfir skálina.
  4. Leyfið að hefast í klukkustund.
  5. Skiptið niður í 5 hluta og fletjið deigið út svo það myndi um 30-35 cm hringi í þvermál.
  6. Smyrjið pizzasósu á helminginn af hringnum og skiljið um 1,5 cm eftir af kantinum til að auðveldara sé að klemma saman í lokin.
  7. Stráið mozzarellaosti, saxaðri basiliku, niðurskornum kirsuberjatómötum og mozzarellaperlum ofan á pizzasósuna og klemmið vel saman svo úr verði hálfmáni. Gott er síðan að ýta með sleifarskafti um 2 cm inn á allan kantinn bæði til að klemma deigið betur saman og gera fallegt mynstur.
  8. Penslið hálfmánann með ólífuolíunni, berið smá pizzasósu á hluta af deiginu og stráið síðan mozzarella osti og mozzarella kúlum yfir.
  9. Bakið við 225°C í 15-20 mínútur eða þar til deigið fer að gyllast og osturinn að brúnast.
Calzone með mozzarella

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun