Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

PartýpizzurÞað er fátt meira spennandi í veislum en mini-pizzur og hvað þá heimabakaðar!

Þessa pizzubotna uppskrift fékk ég hjá Lillý nágranna og hef ekki gert aðra uppskrift síðan. Hana má að sjálfsögðu nota til að útbúa venjulegar pizzur en þá skiptum við deiginu í 3 hluta/pizzur. Að þessu sinni ákváðum við að gera mini pizzur fyrir partý og uppskriftin gaf um 50 pizzur. Restina settum við svo í frystinn til að grípa með í nesti í skólann/tómstundir.

Hér kemur uppskriftin fyrir ykkur!

Partýpizzur

 • 10 dl hveiti
 • 1 poki þurrger
 • 2 tsk salt
 • 4 dl volgt vatn
 • 3 msk matarolía
 • E. Finnsson pizzasósa
 • Ostur og álegg

 1. Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við.
 2. Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast. Spreyið skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í 1 klst.
 3. Smyrjið með pizzasósu, stráið osti yfir og að lokum því áleggi sem þið viljið.
 4. Við söxuðum pepperoni á hluta en hluti var bara margarita. Til þess að útbúa hringina notuðum við litla plastskál og þið getið í raun gert þá stærð sem ykkur hentar.

Þessar pizzur slógu rækilega í gegn og mæli ég með því þið prófið!

Þessi færsla var unnin í samstarfi við Vogabæ

 

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur