Gulrótarkaka með pekanhnetum



Um daginn vantaði eitthvað fljótlegt með kaffinu og við ákváðum að hvíla aðeins Devils Betty tilraunirnar okkar og skelltum í eina gulrótar Betty og bættum pekanhnetum saman við. Þetta fór afar vel saman og mæli ég klárlega með því að þið prófið!

Um er að ræða 1 x gulrótar Betty mix, hrært samkvæmt leiðbeiningum á pakka og 70 gr af söxuðum pekanhnetum bætt við í lokin og bakað þar til prjónn kemur hreinn út.

Kremið er síðan 1 x Betty Vanilla Frosting að viðbættum 100 gr af flórsykri og skreytt með söxuðum pekanhnetum…..mmmmm!

Það getur verið áhættusamt að múltítaska með eina litla eins árs á hliðarlínunni og þá getur svona lagað gerst í miðri myndatöku 🙂

Sem betur fer var ég búin að ná nokkrum myndum svo þetta varð bara að mynda en ekki stöðva.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun