Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

MarengsdraumurÞað er engin nýlunda að ég komi með einhvers konar útfærslu af marengskökum hingað inn á bloggið en þær eru bara svo einfaldar, fljótlegar, fallegar og dísætar!

Elsta dóttir mín varð 15 ára um daginn og hún elskar púðursykurmarengs. Við vöktum hana því með nýbökuðum brauðbollum, þessum marengsdraum og fjalli af Krispy Kreme kleinuhringjum því hún elskar þá líka!

Hún hélt fyrst partý fyrir skautavinkonur sínar og síðan gistupartý fyrir skólavinkonurnar fyrir utan fjölskyldudekur á afmælisdaginn sjálfan svo þetta voru alveg nokkrir dagar af fagnaðarlátum 🙂 Ég fæ helst ekki lengur að hjálpa henni við afmælisundirbúning því hún vill sjá um allt sjálf en ég laumaðist nú aðeins til þess og set inn litla frétt á næstunni úr öðru afmælinu hennar.

Hér kemur hins vegar þessi æðislegi marengsdraumur fyrir ykkur að prófa!

Marengsdraumur uppskrift

  • 4 eggjahvítur
  • 4 dl púðursykur
  • 400 ml rjómi
  • Ferrero Rocer kúlur
  • Nóa kropp
  1. Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til stífþeytt.
  2. Teiknið hring um 25 cm í þvermál á bökunarpappír og dreifið marengsblöndunni jafnt í hring.
  3. Bakið við 160°C í 45 mínútur og leyfið að kólna í ofninum.
  4. Þeytið rjómann og smyrjið yfir botninn.
  5. Skerið niður Ferrero Rocer kúlur og dreifið yfir rjómann ásamt Nóakroppi, fallegt er síðan að sigta smá bökunarkakó yfir allt saman í lokin.

Tags:

Leave a Reply

Your e-mail address will not be published. Required fields are marked *

Nýlegar færslur

Vinsælar færslur

Fylgstu með á Instagram