Gotterí og gersemar

Hamborgari með trufflumajónesi⌑ Samstarf ⌑

Um síðustu helgi prófaði ég að útbúa trufflumajónes í fyrsta skipti. Það var frábærlega gott og gerði hamborgarann mun höfðinglegri en þennan klassíska.

Hamborgari með trufflumajónesi

 • Hamborgari með osti + brauð
 • Stökkt beikon
 • Smjörsteiktir hvítlaukssveppir
 • Svissaður laukur
 • Kál
 • Trufflumajónes

Trufflumajónes uppskrift

 • 150 ml Majónes frá E. Finnsson
 • 2 pressuð hvítlauksrif
 • 2 msk truffluolía
 • 2 msk sítrónusafi
 • Salt og pipar eftir smekk

Setjið öll hráefnin saman í skál og pískið saman þar til vel blandað, smakkið til með salti og pipar. Þessi uppskrift dugar á 5-7 hamborgara.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fylgstu með á Instagram