Döðlukúlur



⌑ Samstarf ⌑

Jafnvægið krakkar mínir!

Þessar kúlur eru dásamlegar til að grípa í þegar gotteríslöngunin hellist yfir!

Döðlukúlur uppskrift

  • 170 gr Til hamingju döðlur
  • 40 gr Til hamingju þurrkuð gojiber
  • 140 gr Til hamingju möndlur
  • 60 gr Til hamingju pekanhnetur
  • 2 msk  Til hamingju kókosmjöl
  • 1 msk bökunarkakó
  • ¾ tsk kanill
  • ¼ tsk salt
  • ½ engiferduft

Aðferð

  1. Blandið saman döðlum og goji berjum og hellið sjóðandi vatni yfir. Leyfið að standa í vatninu í 10 mínútur og sigtið þá vatnið af.
  2. Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og hakkið niður.
  3. Hellið því næst döðlum, gojiberjum ásamt öllum þeim hráefnum sem eftir standa í vélina og hakkið þar til mauk hefur myndast. Það er allt í lagi að möndlur/hnetur séu í smábitum, bara smekksatriði hvers og eins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun