
Ég sem hélt að sumarið væri aaaaaaaaaaalveg að koma en svo er bara kominn þvílíkur vetur aftur! En það er víst bara mars ennþá svo við skulum ekkert örvænta. Það má þó láta sig dreyma og skella inn einu gómsætu og sumarlegu bloggi í staðinn.

Þessa borgara má að sjálfsögðu steikja inni á pönnu þó svo þessir hafi verið settir á grillið. Mér finnst langbest að nota ost í sneiðum þegar ég elda hamborgara, þeir passa eitthvað svo fullkomlega á kjötið og auðvitað má nota fleiri en eina sneið á hvern! Óðals Havartí passar súpervel á hamborgara svo hér kemur skemmtileg hugmynd fyrir ykkur að njóta.
Hamborgarar
- Hamborgarar + hamborgarabrauð
- Óðals Havartí í sneiðum
- Klettasalat, rauðlaukur, tómatur, paprika, kóríander, hamborgarasósa
- Borið fram með krullufrönskum
