Hér er á ferðinni enn einn krúttlegur ostabakki sem ég útbjó fyrir Óðals osta á dögunum. Í þetta skiptið reyndi ég að gera hann eins sumarlegan og ég gat og valdi því suðræna ávexti í björtum litum.
Þessi bakki sló í gegn og eru þessir ostar alveg dásamlegir með áleggi og ávöxtum!
Á bakkanum eru eftirfarandi ostar:
- Tindur
- Maribo
- Havarti krydd í sneiðum, lengjum eða ostapinnum
Til viðbótar er:
- Hráskinka og salami (bæði ein og sér og í ostapinnum)
- Wasabi snakk
- Grillað baguette
- Ávextir, bæði berir og í ostapinnum (ananas, kiwi, drekaávöxtur, granatepli, hindber, vínber)
Ostapinna gerði ég á lítil grillprik og þetta fannst krökkunum alveg æðislegt!