Þessi kaka er einfaldlega of krúttleg!
Ég var aðeins að æfa mig fyrir komandi „Naked Cake“ námskeið í maí og jeremundur hvað ég hlakka til að vera með það!
Kaka
- 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
- Blandið kökumixinu samkvæmt leiðbeiningum á pakka og skiptið í 3 x 15 cm stór kökuform og kælið botnana.
- Skerið ofan af hverjum botni það sem þarf til þess að þeir verði vel sléttir og staflist betur.
Krem á milli laga
- 125 gr smjör (við stofuhita)
- 400 gr flórsykur
- 2 tsk vanilludropar
- 2 msk sýróp (pönnukökusýróp)
- Smá bökunarkakó (fyrir afgangskremið)
- Setjið öll hráefnin nema flórsykur í hrærivélarskálina og hrærið vel saman. Bætið þá flórsykri saman við í litlum skömmtum, skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og fallegt.
- Smyrjið góðu lagi af kremi á milli botnanna (2 lög) og þunnu lagi á toppinn til að binda alla kökumylsnu þar.
- Bætið bökunarkakó saman við afganginn af kreminu og mögulega smá mjólk líka þar til þið fáið þétt og slétt súkkulaðikrem. Þetta krem fer í sprautupoka með stórri stjörnu með þéttum tönnum til að skreyta með í lokin.
Krem til að hjúpa og sprauta rósum og annað skraut
- 1 dós Betty Crocker Vanilla Frosting
- 125 gr flórsykur
- Brúðarslör
- Hvítt kökuskraut
- Makkaróna/ur ef vill (má sleppa)
- Blandið saman Betty frosting og flórsykri.
- Smyrjið þunnu lagi utan um alla kökuna og yfir vanillukremið á toppnum. Þið viljið fá þekjandi og fallega áferð á toppinn en skafa vel af hliðunum svo það sjáist í hliðarnar á kökunni.
- Setjið hluta af kreminu í sprautupoka og notið stút 2D frá Wilton til að ná litlum „rósettum“ á toppinn.
- Klippið að lokum brúðarslörið til og stingið í kökuna ásamt því að strá smá hvítu kökuskrauti yfir.
Langar ad koma à nàmskeiđ ì kökuskreytingum til ykkar, verđ à ìslandi ì jùlì, eru þiđ međ einhver nàmskeiđ þà.?
Kveđjur Þorgerđur
Sæl Þorgerður
Því miður hef ég ekki boðið upp á sumarnámskeið, síðustu námskeið eru í maí og svo byrja þau aftur í haust (sept/okt).
Hins vegar má skoða einkanámskeið fyrir hópa yfir sumartímann ef nægur fjöldi næst svo endilega sendu mér fyrirspurn á gotteri@gotteri.is ef það er eitthvað sem þú vilt skoða 🙂
Kær kveðja,
Berglind