Mozzarella snitta með tómötum og basilaIMG_1124

Þessar snittur eru algjör klassík og henta við ýmis tilefni, hvort sem er sem forréttur eða á smáréttahlaðborð.

Mozzarella snittur

 • 1 stk baguette brauð
 • 1 dós litlar mozzarella kúlur í dós
 • 1 box kirsuberjatómatar
 • Fersk basilika
 • Ólífuolía
 • Hvítlauksduft
 • Gróft salt
 1. Skerið brauðið á ská í sneiðar, penslið með ólífuolíu, stráið hvítlauksdufti og grófu salti yfir. Ristið í um 2 mínútur í ofni við 200°C.
 2. Skerið Mozzarella kúlurnar í tvennt og dreifið yfir hverja sneið (um það bil 3 helmingar á hverri sneið) og setjið aftur í ofninn í um 2 mínútur og leyfið ostinum aðeins að bráðna.
 3. Skerið kirsuberjatómata til helmina og saxið góða lúku af ferskri basiliku, blandið saman í skál með um ½ msk af ólífuolíu.
 4. Dreifið yfir snitturnar og njótið.

aIMG_1108

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun