Bruschettur á tvo vegu⌑ Samstarf ⌑
Brushettur með pestó

Það hentar frábærlega vel að bjóða upp á bruschettur í veislum og ekki er nú verra ef þær eru einfaldar, bragðgóðar og fljótlegar að útbúa.

Hér fyrir neðan eru tvær útfærslur af bruschettum sem sniðugt er að bjóða upp á sem smárétt, forrétt eða í raun hvenær sem er.

Bruschetta með ólífuolíu, pestó, brie osti, salami og basiliku

Brushettur með brie

Bruschetta með ólífuolíu, tapenade, brie osti, hráskinku og brómberi

Brushettur

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Skerið snittubrauð skáhallt í sneiðar
 3. Penslið brauðsneiðarnar með ólífuolíu (ég notaði chili ólífuolíu á tapenade snitturnar og basil ólífuolíu á pestó snitturnar)
 4. Ristið í ofni þar til brauðið gyllist örlítið (bara nokkrar mínútur)
 5. Smyrjið vel af tapenade/pestó á hverja brauðsneið (ég notaði tapenade með sólþurrkuðum tómötum og pestó með basil og parmesan)
 6. Raðið þá vænni sneið af brie osti, hráskinku/salami og síðan er fallegt að skreyta líkt og í þessum tilfellum með brómberi eða ferskri basiliku.

Ég var að prófa þessar ólífuolíur í fyrsta skipti og mikið svakalega eru þær góðar!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun