Roastbeef snittur



⌑ Samstarf ⌑

Um síðustu helgi átti ég 40 ára afmæli hvorki meira né minna!

Við hjónin urðum bæði fertug á árinu og í stað þess að halda risa veislu/partý fórum við með bestu vinum okkar í helgarferð til Stokkhólms í haust og var það dásamleg ferð. Ég komst hins vegar ekki upp með annað en að útbúa eitthvað góðgæti þar sem nokkrar vinkonur mínar voru búnar að tilkynna mér það sérstaklega að þær ætluðu að koma í heimsókn hvort sem mér líkaði betur eða verr. Ég bauð stórfjölskyldunni í nautalund og bernaise á afmælisdaginn sjálfan og var búin að biðja aðra að kíkja á sunnudeginum í kaffi sem ætluðu sér það. Það var stykki eftir af annarri nautalundinni og þá var um að gera að prófa að útbúa Roastbeef snittur fyrir næstu gesti! Enda gerir maður slíkt kominn á þennan aldur er það ekki? 🙂

Ég bjó til snittur bæði úr fransbrauði og maltbrauði og var fólk sammála um að báðar gerðir væru dásamlega góðar. Auðvitað má alveg taka brauðsneiðarnar og skera þær til helminga svo úr verði þríhyrnd sneið og nýta þannig brauðið betur og gera færri snittur. Mig langaði hins vegar að prófa að gera svona litlar og er ég bara nokkuð ánægð með útkomuna svona í fyrstu tilraun.

Roastbeef snittur – samsetning

  • Brauð
  • Kál á um það bil helminginn
  • Þunnt skorin nautalund á hinn helminginn
  • Remolaði frá E. Finnsson vel yfir miðjuna
  • Steiktur laukur eftir smekk
  • Rúlla upp á eina súra gúrku með því að skera í hana
  • Skera kirsuberjatómata í smáa báta og setja einn á hverja snittu til skrauts
  • Smá steinselja á toppinn til að gera fallegt

Maðurinn minn er algjör snittukarl og var hann því hæstánægður með þessa tilraun í eldhúsinu og þetta er einfalt að gera, tekur bara smá tíma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun