Hollar bananamúffurÞað störðu á mig vel þroskaðir bananar um daginn þegar ég kom heim úr vinnunni, það var eitthvað lítið til í nesti handa stelpunum og ég nennti ekki út í búð. Ég sló því tvær flugur í einu höggi þann daginn með því að útbúa heimagerðar bananamúffur og bjarga mér frá búðarferð þar til næsta dag!

Ekki skemmdi fyrir að þetta var svo einfalt og gott!

Hollar bananamúffur uppskrift

 • 250 gr gróft haframjöl
 • 3 stappaðir, vel þroskaðir bananar
 • 2 egg
 • 80 gr hunang
 • 190 gr léttmjólk
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • 2 tsk kanill
 • 80 gr val- eða pekanhnetur frá Til hamingju (2/3 í deigið 1/3 ofan á)

Ástæðan fyrir því að allt er mælt í grömmum eða teskeiðum í þessari uppskrift er af því að öllu nema hnetunum er skellt í blandarann og maukað stutta stund, síðan er 2/3 af valhnetunum hrært saman við. Þessu er þá skipt niður í bollakökuform, fyllið um það bil 2/3 af forminu, stráið restinni af valhnetunum yfir og líka smá grófu haframjöli og bakað við 170°C í um 22-25 mínútur (þetta voru 14 stk hjá mér).

Ég setti blandarann bara upp á vigtina og núllaði á milli hráefna svo þetta tók enga stund og stelpurnar tóku þetta í nesti með sér í nokkra daga. Elín Heiða vildi reyndar skera sínar múffur í tvennt og setja smjör og ost á milli en það má einmitt líka gera það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun