Ég verð að segja að þetta er með því betra með sunnudagskaffinu! Búðingurinn verður til þess að kakan er mýkri og blautari í sér en annars og glassúrinn dásamlegur.
Bananakaka með glassúr uppskrift
- 70 gr smjör (brætt)
- 120 gr sykur
- 40 gr púðursykur
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 180 gr súrmjólk/AB mjólk
- 2-3 vel þroskaðir bananar
- 290 gr hveiti
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 1 pk Royal vanillubúðingur (duftið)
- Hitið ofninn 165°C
- Blandið saman bræddu smjöri, sykri, púðursykri, eggjum, vanilludropum og súrmjólk í hrærivélinni.
- Stappið bananana og bætið saman við blönduna.
- Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál og setjið saman við í nokkrum skömmtum.
- Að lokum fer vanillubúðingurinn (aðeins duftið) út í blönduna og hrærið þar til allt er blandað og skafið niður á milli.
- Spreyið brauðform vel með PAM (eða notið smjör), hellið deiginu þar í og bakið í um 50-58 mínútur eða þar til prjónn kemur út með engu kökudeigi (allt í lagi smá kökumylsna sé á honum því brauðið er blautt í sér, bara ekki deig).
- Komið brauðinu fyrir á vírgrind og leyfið að kólna áður en þið setjið glassúrinn yfir.
Glassúrinn
- 60 gr smjör
- 110 gr flórsykur
- 2 tsk vanilludropar
- 1-4 msk rjómi
- Hitið smjörið við miðlungshita þar til það brúnast örlítið en varist þó að það brenni. Kælið í um 10 mínútur.
- Setjið þá flórsykur og vanilludropa saman við smjörið og hrærið saman.
- Bætið við rjóma þar til blandan öðlast þá þykkt sem þið kjósið að nota.
- Smyrjið eða sprautið glassúr yfir brauðið.