Það eru margir vina minna búnir að bíða eftir þessari uppskrift síðan ég setti hana á Instagram fyrir einhverju síðan. Ég er búin að lauma henni til nokkurra og nú er hún komin hingað fyrir ykkur að prófa.
Ég hef í seinni tíð lært að meta banana í bakstri betur og betur og ég verð að segja að þessi bananakaka er eitt það dásamlegasta sem ég hef bakað að undanförnu. Hún er blaut í sér, bragðmikil og Dumle-karamellubráðin toppar hana síðan algjörlega.
Það er því um að gera næst þegar þið eigið vel þroskaða banana að skella í þessa guðdómlegu köku. Held meira að segja það sé hægt að kaupa annars flokks banana í matvöruverslunum ef þið eigið þá ekki til heima. Uppskriftina af kökunni sjálfri fann ég á Smitten Kitchen og breytti örlítið ásamt því sem karamellubráðin var viðbót sem þið viljið alls ekki sleppa!
Kakan sjálf
- 3 vel þroskaðir bananar
- 120gr brætt smjör
- 150gr Dansukker púðursykur
- 1 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 120gr hveiti
- 80gr bökunarkakó
- 150gr súkkulaðidropar (gróft saxað suðusúkkulaði)
Karamellubráðin
- 20 stk dökkar Dumle karamellur (um 1,5 poki)
- 3 msk rjómi
Aðferð
- Hitið ofninn 175 gráður.
- Spreyið matarolíuspreyti í formkökuform (brauðform) og leggið til hliðar.
- Stappið bananana og setjið í hrærivélarskálina.
- Bætið bræddu smjöri, eggi, púðursykri og vanilludropum saman við.
- Hrærið þurrefnin saman og blandið varlega saman við.
- Hellið að lokum súkkulaðidropunum í blönduna og blandið með sleif.
- Setjið í formið og bakið í um 40-50 mínútur (fer eftir breidd formsins, minna og breiðara = lengri tími, grennra og lengra = styttri tími)
- Útbúið karamellubráðina á meðan kakan kólnar.
- Bræðið karamellur og rjóma saman yfir meðalhita þar til karamellur eru uppleystar, takið af hellunni og leyfið að kólna um stund.
- Dreifið þykkri karamellubráðinni yfir kökuna og berið fram. Þessi kaka er guðdómleg þegar hún er enn volg með ískaldri mjólk
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó