Fimmtudaginn 2.október verður námskeið í kökuskreytingum hjá Gotterí og gersemar. Hver þátttakandi fær þjálfun í undirstöðuatriðum sem varða smjörkremsskreytingar og síðan fá allir heila köku til þess að skreyta og taka með sér heim!
Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér á síðunni og skráning er á gotteri@gotteri.is
Hér fyrir neðan getið þið séð hvaða tækni er kennd á þessu námskeiði og um er að ræða 4 mismunandi aðferðir.
Snúningstækni
Rósatækni
Blúndutækni
Stjörnutækni
Aðeins örfá sæti eftir þann 2.október!
Ég vil taka frá pláss á námskeiðinu fyrir mig 🙂
Kv. Svana
Eða kannski bara skrá mig á netfanginu sem ég sá ekki 😉 hehehe
Hæ,hæ – ég var að senda þér póst 🙂