Bananabrauð með M A J Ó N E S IJá krakkar mínir það er sko hægt að setja majónes í ýmislegt!

Ég var ekki alveg að kaupa það að kökur með majónesi myndu virka en drottinn minn þetta brauð!!! Það var svo mjúkt, súper einfalt og gott. Hér voru tveir nágrannar í kaffi og þrjú börn og þetta brauð hvarf eins og dögg fyrir sólu og ég hefði helst þurft að gera tvö!

Bananabrauð með M A J Ó N E S I

• 2 pískuð egg
• 150 ml majónes frá E. Finnsson
• 3 þroskaðir og vel stappaðir bananar
• 250 gr hveiti
• 230 gr sykur
• 1 tsk matarsódi
• 1 tsk salt

1. Hitið ofninn 170°C.
2. Smyrjið vel ílangt brauðform.
3. Blandið öllum hráefnum vel saman og hrærið þar til vel blandað en ekki of lengi samt.
4. Hellið í formið og bakið í 55-65 mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn eða með smá kökumylsnu.
5. Brauðið er mjög gott volgt með smjöri og osti.

Næst á dagskrá er að prófa mig áfram í súkkulaðikökubakstri með majónesi svo haldið ykkur……

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun