Okkur vantaði eitthvað með kaffinu í síðustu viku og þar sem ég átti banana á síðasta sjens og kökumix ákvað ég að prófa að blanda þessu tvennu saman og útkoman varð dásamlegt súkkulaði-banana-köku-brauð eða hvað sem okkur langar að kalla þetta góðgæti.
Betty súkkulaði „bananakökubrauð“ uppskrift
- 1 x Milk Chocolate Layer Cake Mix
- 4 egg
- 100 ml matarolía (ljós)
- 250 ml vatn
- 4 msk bökunarkakó
- 2 x þroskaðir bananar
- 100 gr gróft saxað suðusúkkulaði/súkkulaðidropar
- Stappið bananana og saxið suðusúkkulaðið, leggið til hliðar.
- Blandið kökumixi, eggjum, matarolíu, vatni og bökunarkakói saman og þeytið létt.
- Bætið stöppuðum banönum og suðusúkkulaði saman við í lokin.
- Smyrjið skúffukökuform og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út hreinn.
- Kælið örlítið, stráið smá flórsykri yfir til skrauts og skerið í bita.