LukkukakaVið stelpurnar hittumst heima hjá Lukku vinkonu um daginn og bauð hún uppá köku svipaðri þessari í eftirrétt. Þetta er útfærsla að sænskri kladdköku og fékk ég hjá henni uppskriftina og breytti örlítið.

Vinnufélagar mínir komu síðan í heimsókn hingað heim um daginn og þá buðum við einmitt uppá þessa köku eftir matinn og voru allir sammála um að hún væri guðdómlega góð svo nú kemur að ykkur að prófa.

Sænsk Kladdkaka Uppskrift

 • 120 gr brætt smjör
 • 3 egg
 • 3 ½ dl sykur
 • 1 ½ dl hveiti
 • 6msk bökunarkakó
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 tsk vanilludropar
 1. Setjið öll þurrefnin í hrærivélarskálina.
 2. Hellið bræddu smjörinu ásamt vanilludropunum útí og blandið vel.
 3. Setjið eggin í blönduna og hrærið vel saman.
 4. Bakið við 175 gráður í 20-25 mínútur (ég notaði 22cm springform). Ef þið eigið ekki springform mæli ég með því að þið spreyið PAM olíu í formið og klæðið með bökunarpappír (þannig verður hægt að lyfta kökunni uppúr þegar hún hefur kólnað).

Kremið

 • 1 dl rjómi
 • 1dl sykur
 • 7 msk sýróp
 • 100gr suðusúkkulaði
 • 100gr smjör við stofuhita
 1. Setjið allt nema smjörið í pott.
 2. Hrærið í og látið suðuna koma upp, lækkið í meðalhita og látið malla þar til þykknar (um 10 mín).
 3. Takið pottinn af hellunni og setjið smjörið útí, hrærið þar til vel blandað.
 4. Látið kremið standa í c.a 30 mín (styttra í ísskáp) og hrærið reglulega í á meðan.
 5. Þegar kremið hefur þykknað nægilega er því hellt yfir kökuna og sett í ísskáp í 2-4klst (eða yfir nótt).
 6. Skreytið með jarðaberjum og berið fram með ís/rjóma eða bæði.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun