Ég var á vinnustofu í HR um daginn og í kaffinu var boðið upp á dásamlega gott bananabrauð með hnetukurli ofan á. Ég fékk nú ekki uppskriftina en fór beint heim og „gúglaði“ fram og tilbaka og endaði á að finna þessa uppskrift á Tutti Dolci og útfærði með örlitlum breytingum.
Þessi uppskrift er alveg dásamleg og svo gott að finna fyrir hnetumulningnum ofan á brauðinu.
Pekanhnetu bananabrauð uppskrift
Brauð
- 225 gr hveiti
- 40 gr heilhveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 1 tsk kanill
- ¼ tsk negull
- 2 stappaðir bananar (vel þroskaðir)
- 50 ml maple sýróp
- 3 msk púðursykur
- 30 gr smjör (brætt)
- 100 ml buttermilk (mjólk látin standa með 1 tsk af sítrónusafa í 5 mínútur)
- 1 egg
- 1 tsk vanilludropar
Pekanhnetutoppur
- 110 gr Til hamingju pekanhnetur (saxaðar gróft niður)
- 3 msk púðursykur
- 3 msk hveiti
- ½ tsk kanill
- 3 msk bráðið smjör
- Blandið báðum tegundum af hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti, kanil og negul saman í skál og leggið til hliðar.
- Setjið stappaða banana, sýróp, púðursykur, smjör, buttermilk, egg og vanilludropa í hrærivélarskálina og blandið rólega saman.
- Því næst fara þurrefnin saman við í litlum skömmtum og gott að skafa vel niður á milli.
- Fyrir pekanhnetutoppinn þá eru öll hráefnin sett saman í skál og blandað saman í „kröst“. Þá er blöndunni dreift jafnt yfir deigið.
- Smyrjið formkökuform vel og bakið við 175°C í 30 mínútur, setjið þá álpappír yfir (laust) og bakið í um 30 mínútur í viðbót eða þar til prjónn kemur hreinn út.
Ef ykkur vantar eitthvað gott með kaffinu þá mæli ég svo sannarlega með að þið prófið þessa uppskrift!