Brjálæðislega góð brownie



Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir þá elska ég að leika mér með kökumix!

Fyrir námskeið um daginn ákvað ég að gera tilraun með Chocolate Fudge Brownie Mix frá Betty Crocker með Caramel súkkulaði og pekanhnetum. Hún heppnaðist mjög vel og rann ljúflega ofan í mannskapinn í kaffinu á námskeiði í nútímalegum kökuskreytingum.

Ég notaði 2 x Brownie Mix, blandað samkvæmt leiðbeiningum á pakka og notaðist við 30 x 40 cm stórt ferkantað kökuform.

Áður en ég hellti því í formið saxaði ég 3 stk Caramel súkkulaðistykki og 100 gr af pekanhnetum og hrærði saman við deigið þegar það var tilbúið. Gott er að klæða formið með bökunarpappír og spreyja á pappírinn með matarolíuspreyi (þá er auðveldara að losa kökuna frá þegar hún er skorin í bita).

Kakan er bökuð samkvæmt leiðbeiningum á pakka en gæti þurft aðeins lengri tíma þar sem um tvöfalda uppskrift er að ræða. Best þykir mér að stinga prjóni í kökuna og þegar það kemur smá kökumylsna á prjóninn en ekki blautt deig þá er kakan tilbúin. Síðan þarf að kæla kökuna vel áður en henni er lyft upp úr forminu og skorin í bita.

Dásamlega fljótleg og bragðgóð lausn á kaffitímanum!

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun