Brownie með karamelluAlltaf má gera gott betra og hér er ég búin að útfæra súkkulaði brownie með því að bæta við karamellubitum, karamellubráð og hvítu súkkulaði!

Karamellu – brownie

 • 150gr smjör við stofuhita
 • 1 bolli sykur
 • 2 egg
 • 150gr suðusúkkulaði (brætt)
 • 2/3 bolli hveiti
 • 2tsk vanillusykur
 • ½ tsk salt
 • 3msk bökunarkakó
 • 2msk volgt vatn
 • 2 pokar Dumle karamellur (ljósar 2x 110gr) – skornar í 4-6 hluta hver
 • 150gr hvítt súkkulaði (dropar eða gróft saxað)
 1. Smjör og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst.
 2. Eggjunum bætt saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
 3. Bræddu súkkulaðinu blandað saman við.
 4. Því næst koma öll þurrefnin og volga vatnið.
 5. Að lokum er Dumle karamellum og hvítu súkkulaði blandað útí með sleif.
 6. Spreyið um 24-26cm springform/kökuform með matarolíuspreyi og klæðið með bökunarpappír.
 7. Bakið í um 175° heitum ofni í 40 mínútur.
 8. Leyfið kökunni alveg að kólna áður en þið lyftið henni upp úr forminu (um 2-3 klst).

Karamellubráð

 • 1 poki Dumle karamellur (ljósar 1x 110gr)
 • 3msk rjómi
 1. Setjið karamellur og rjóma í pott og hitið við miðlungshita þar til karamellubráð hefur myndast, dreifið óreglulega yfir kökuna og óþarfi er að hylja hana alla, nema þið kjósið svo.

Gott er að bera þessa köku fram með ís/rjóma en einnig er hún ljúffeng ein og sér með góðum kaffibolla/mjólkurglasi.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó.

Tags:

3 Replies to “Brownie með karamellu”

 1. ætla að gera þessa köku … en þegar talað er um 1 bolla ertu þá að tala um eins mælieiningin segir til um eða eins stærðin er á hefðbundnum bolla/kaffibolla ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun