Berjarefur með röri



Hér er á ferðinni hálfgerður sjeik en samt eiginlega bragðarefur svo hann fékk nafnið Berjarefur „með röri“. Ég notaði fersk bláber og jarðaber í þennan drykk en þeim má án efa skipta út fyrir frosin þó svo ég myndi mæla með að þýða þau fyrst (til að fá ekki of mikinn klaka í drykkinn). Síðan gerir Milka Daim súkkulaðið þennan drykk alveg ómótstæðilegan og á svipstundu er kominn heimatilbúinn bragðarefur fyrir alla fjölskylduna.

Berjarefur með röri

  • 1 bolli jarðaber
  • 1 bolli bláber
  • 800ml vanilluís
  • 4msk jarðaberjaíssósa
  • 100gr Milka Daim súkkulaði
  • 1 bolli mjólk
  • Þeyttur rjómi til skrauts.
  1. Maukið súkkulaðið í blandaranum (matvinnsluvél), setjið til hliðar.
  2. Maukið saman jarðaber, bláber og jarðaberjasósu í blandaranum, geymið.
  3. Setjið ísinn og mjólkina í hrærivélina og blandið vel saman á rólegum hraða.
  4. Hellið berjablöndunni og súkkulaðikurlinu útí þar til blandað.
  5. Skiptið í 6 glös í svipaðri stærð og myndin sýnir eða færri og stærri og sprautið þeyttum rjóma á toppinn.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun