Kökupinnakonfekt fyrir jólin



Hátíðarnar nálgast og margir eru farnir að huga að jólabakstri, konfektgerð og öðru skemmtilegu.

Hér er ég búin að útbúa kökupinnakonfekt sem er frábært konfekt fyrir alla sælkera, börn sem fullorðna!

Kökupinnakonfekt

  • 1 pakki Betty Crocker kökumix
  • 1/2-2/3 dós Betty Crocker vanilla frosting
  • Hvítt súkkulaði (Candy melts)
  • Dökkt súkkulaði
  • Jólabrjóstsykur (mulinn)
  • Konfektform

Þessar kökukúlur eru útbúnar líkt og aðrar kökukúlur nema aðlaga þarf þær að stærð konfektmótsins ykkar er, mátið í formið þegar þið rúllið kúlurnar og skiljið eftir smá pláss til að súkkulaðið nái að hjúpa þann hluta kúlunnar sem fer í formið. Ég á sílikonmót og fylli ég það hálfa leið með súkkulaði og set svo kökukúlu í miðjuna á forminu. Þrýstið létt á eftir hverri kúlu þar til súkkulaðið nær að fylla uppí formið og þannig að súkkulaði umlyki um hálfa kúluna og hinn helmingurinn stendur uppúr, varist því að rúlla þær of stórar. Setjið í frystinn í um 10 mínútur (kæli í c.a 30 mín), takið úr forminu og dýfið bera helmingnum í hvítt súkkulaði og skreytið með muldum brjóstsykri.

Leiðbeiningar í kökupinnagerð má nálgast hér

Þessi uppskrift gerir um 30-45 konfektkúlur (fer eftir stærð formsins ykkar).

Einnig er hægt að gera hefðbundna kökupinna úr þessari uppskrift og gefur hún um 30 slíka. Hér fyrir ofan sjáið þið kökupinna sem búið er að setja á hvolf og ef þið gerið slíka er best að hvolfa þeim á bökunarpappír, leyfa þeim að storkna og flytja þá síðan yfir á disk.

Kökupinna er hægt að útbúa með 2-4 daga fyrirvara og geyma í kæli. Einnig er hægt að frysta þá og taka nokkra út þegar góða gesti ber að garði.

Góða skemmtun!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun