Þessar brúnkur eða „brownies“ útbjó ég um síðustu helgi og almáttugur minn hvað þær voru góðar!
Enn og aftur er ég í tilraunastarfsemi með majónes í bakstri og verð ég að segja að það gerir klárlega gott betra líkt og umbúðirnar segja til um!
Brúnkur (Brownies) Uppskrift
- 40 gr hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 25 gr bökunarkakó
- 3 egg
- 225 gr sykur
- 1 tsk vanilludropar
- 110 gr majónes frá E. Finnsson
- 50 gr dökkir súkkulaðidropar
- 140 gr brætt suðusúkkulaði
- Sigtið saman hveiti, lyftiduft og bökunarkakó og leggið til hliðar.
- Þeytið sykur, egg og vanilludropa þar til létt og ljóst.
- Bætið bræddu suðusúkkulaðinu út í eggjablönduna.
- Vefjið þurrefnunum saman við ásamt majónesinu og súkkulaðidropunum þar til vel blandað.
- Hellið í ferkantað form íklætt bökunarpappír og spreyið einnig með matarolíuspreyi (ég notaði 23×23 cm form).
- Bakið við 160°C í um 45 mínútur eða þar til prjónn kemur nánast hreinn út, allt í lagi það sé smá kökumylsna en ekki blautt deig.
- Kælið í forminu og lyftið síðan yfir á grind/bakka og skerið í hæfilega stóra bita.