Brúnkur (Brownies)



⌑ Samstarf ⌑

Þessar brúnkur eða „brownies“ útbjó ég um síðustu helgi og almáttugur minn hvað þær voru góðar!

Enn og aftur er ég í tilraunastarfsemi með majónes í bakstri og verð ég að segja að það gerir klárlega gott betra líkt og umbúðirnar segja til um!

Brúnkur (Brownies) Uppskrift

  • 40 gr hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 25 gr bökunarkakó
  • 3 egg
  • 225 gr sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 110 gr majónes frá E. Finnsson
  • 50 gr dökkir súkkulaðidropar
  • 140 gr brætt suðusúkkulaði
  1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og bökunarkakó og leggið til hliðar.
  2. Þeytið sykur, egg og vanilludropa þar til létt og ljóst.
  3. Bætið bræddu suðusúkkulaðinu út í eggjablönduna.
  4. Vefjið þurrefnunum saman við ásamt majónesinu og súkkulaðidropunum þar til vel blandað.
  5. Hellið í ferkantað form íklætt bökunarpappír og spreyið einnig með matarolíuspreyi (ég notaði 23×23 cm form).
  6. Bakið við 160°C í um 45 mínútur eða þar til prjónn kemur nánast hreinn út, allt í lagi það sé smá kökumylsna en ekki blautt deig.
  7. Kælið í forminu og lyftið síðan yfir á grind/bakka og skerið í hæfilega stóra bita.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun