Risa gulrótarkökuskúffa⌑ Samstarf ⌑

Hér er á ferðinni lúxus útgáfa af Betty Crocker gulrótarköku!

Risa Betty gulrótarkaka með tvisti uppskrift

Kaka

 • 2 pk Betty Crocker Carrot Cake Mix
 • 6 egg
 • 200 ml matarolía
 • 400 ml vatn
 • 100 gr saxaðir Til hamingju valhnetukjarnar
 • 250 gr rifnar gulrætur
 • 2 tsk kanill
 • ½ tsk negull
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk vanilludropar
 1. Hrærið saman egg, olíu, vatn og kökumix.
 2. Bætið öllu öðru hráefni saman við og blandið vel.
 3. Setjið bökunarpappír á djúpa ofnskúffu og spreyið með matarolíuspreyi.
 4. Bakið við 160°C í um hálftíma eða þar til prjónn kemur hreinn út.
 5. Kælið vel og útbúið kremið.

Rjómaostakrem

 • 250 gr rjómaostur við stofuhita
 • 80 gr smjör við stofuhita
 • 3 tsk vanilludropar
 • 3 msk mjólk
 • 700 gr flórsykur
 1. Þeytið saman rjómaost, smjör og vanilludropa þar til létt og ljóst.
 2. Bætið mjólkinni saman við og flórsykrinum í nokkrum skömmtum. Skafið vel niður á milli og blandið vel. Bætið við mjólk/flórsykri ef þið viljið þynna/þykkja deigið.
 3. Smyrjið ríkulega af kremi yfir kökuna og skerið í hæfilega stóra bita.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun