Súkkulaðibitakökur⌑ Samstarf ⌑

Jólabaksturinn hófst formlega á þessu heimili um síðustu helgi!

Þessar súkkulaðibitakökur eru með „leynihráefnið“ majónes í uppskriftinni og það get ég sagt ykkur að hver einasta kaka var horfin af bakkanum daginn eftir svo það hlýtur að gefa þessari uppskrift 100% góð meðmæli.

Súkkulaðibitakökur uppskrift

 • 200 gr hveiti
 • ½ tsk matarsódi
 • ¼ tsk salt
 • 115 gr smjör við stofuhita
 • 100 gr sykur
 • 90 gr púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 40 gr majónes frá E. Finnsson
 • 80 gr súkkulaðidropar
 1. Hitið ofninn 180°C.
 2. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og leggið til hliðar.
 3. Þeytið saman smjör, sykur, púðursykur og vanilludropa þar til létt og ljóst.
 4. Bætið þurrefnunum saman við og því næst majónesinu.
 5. Vefjið að lokum súkkulaðidropunum saman við.
 6. Skammtið kúfaðar matskeiðar fyrir hverja köku og rúllið upp í kúlu sem þið þrýsið örlítið á þegar hún er komin á bökunarplötuna.
 7. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun