Súkkulaðibitakökur með M A J Ó N E S I



⌑ Samstarf ⌑

Þessar frábæru súkkulaðibitakökur bakaði ég um daginn og þeim má klárlega skella á listann fyrir jólin!

Súkkulaðibitakökur uppskrift

  • 160 gr gróft saxað suðusúkkulaði
  • 20 gr bökunarkakó
  • 140 gr púðursykur
  • 80 gr Majónes frá E. Finnsson
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 300 gr hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk salt
  • 70 gr hvítir súkkulaðidropar

  1. Bræðið suðusúkkulaði og leggið til hliðar.
  2. Þeytið saman bökunarkakó, sykur, egg, vanilludropa og majónes.
  3. Blandið bræddu suðusúkkulaðinu saman við.
  4. Sigtið því næst hveiti, matarsóda og salt saman og blandið saman við í litlum skömmtum.
  5. Deigið verður stíft, setjið hveiti á hendurnar og rúllið því saman í lengju. Kælið í að minnsta kosti 2 klukkustundir eða yfir nótt.
  6. Skiptið lengjunni upp í um 22 bita, rúllið upp og þrýstið létt á hverja kúlu áður en hún er bökuð.
  7. Bakið við 180°C í um 22-25 mínútur.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun