Nusco súkkulaðibitasmákökur með fyllingu



Við Erla samstarfskona mín höfum verið að stúdera svona fylltar smákökur að undanförnu og mikið sem ég hlakkaði til að prófa. Loksins voru prófin búin og ég lét til skarar skríða á fyrsta kvöldi enda við það að fá fráhvörf eftir bakstursleysi undanfarinna vikna.

Þessar eru sannkallaðar sælkerasprengjur og frábær nýjung í smákökuhafið í desember. Þær minna eilítið á tebollur í útliti en með skemmtilega óvæntri miðju og himneskar fyrir þá sem eru hrifnir af súkkulaði- og heslihnetusmjöri.

Nusco súkkulaðibitasmákökur

  • 120 smjör við stofuhita
  • 150gr sykur
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 280gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 150gr suðusúkkulaðidropar
  • ½-¾ krukka Nusco hazelnut smjör

Nusco fylltar kökur

  1. Hitið ofninn í 180°C .
  2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum við einu í einu, hrærið vel og skafið niður á milli og setjið því næst vanilludropana út í.
  4. Blandið þurrefnunum saman í skál (hveiti, matarsóda, salti) og setjið svo varlega í blönduna og hrærið rólega þar til vel blandað.
  5. Hellið súkkulaðidropunum í hrærivélarskálina að lokum og blandið létt.
  6. Takið um 1msk af deigi og „fletjið út“ í lófanum.
  7. Setjið um ½-1 tsk af Nusco heslihnetusmjöri í miðjuna og „pakkið“ því inn í deigið og myndið kúlu.
  8. Raðið á plötu klædda bökunarpappír og bakið í 12-14 mínútur.
  9. Uppskriftin gefur um 20stk af kökum.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun