Nusica smákökur með hvítu súkkulaðiTilraunastarfsemin heldur áfram……..þessar eru fljótlegri í framkvæmd en Nusco fylltu smákökurnar en um leið yndislegar á bragðið og fallegar.

Nusica smákökur með hvítu súkkulaði

 • 120 smjör við stofuhita
 • 150gr púðursykur
 • 100gr sykur
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 200gr Nusica, milk and hazelnut smjör
 • 300gr hveiti
 • 1 ½ tsk matarsódi
 • 3 msk bökunarkakó
 • 1 tsk salt
 • 150gr hvítir súkkulaðidropar
 1. Hitið ofninn í 180°C .
 2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
 3. Bætið eggjunum við einu í einu, hrærið vel og skafið niður á milli og setjið því næst vanilludropana út í.
 4. Setjið helminginn af Nusica súkkulaðismjörinu út í blönduna á þessu stigi og hrærið vel (geymið hinn helminginn).
 5. Blandið þurrefnunum saman í skál (hveiti, matarsóda, bökunarkakó og salti) og setjið svo varlega í blönduna og hrærið rólega þar til vel blandað.
 6. Hellið um 2/3 af súkkulaðidropunum í hrærivélarskálina og blandið létt (geymið restina til að setja ofan á kökurnar síðar).
 7. Setjið restina af Nusica í skálina og blandið saman við með sleif, alls ekki of mikið því það er fallegt að kökurnar fái á sig smá „marmaraútlit“.
 8. Takið tæpa matskeið af deigi og rúllið í kúlur og raðið á plötu klædda bökunarpappír og bakið í 11-13 mínútur.
 9. Raðið restinni af hvítu súkkulaðidropunum á kökurnar þegar þær eru heitar og nýkomnar úr ofninum, þá bráðna þær og gera kökurnar fallegri.
 10. Uppskriftin gefur um 40 stk af smákökum.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun