Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Kanilkaka með eplum og möndlum⌑ Kynning ⌑

Pabbi minn hefur búið þessa köku til óralengi og var því kominn tími til að ég myndi prófa hana. Hún er dásamlega létt í sér, falleg og tilvalin með kaffinu.

Kanilkaka með eplum og möndlum uppskrift

 • 150 gr smjör við stofuhita
 • 170 gr sykur
 • 60 gr púðursykur
 • 3 egg
 • 250 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk kanill
 • ¼ tsk negull
 • 1 ½ – 2 epli
 • 4 msk Til hamingju möndluflögur
 • Kanilsykur (3 msk sykur og 1 msk kanill)
 1. Hitð ofninn 175°C
 2. Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst.
 3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
 4. Blandið saman hveiti, lyftidufti, kanil og negul og setjið saman við í litlum skömmtum.
 5. Smyrjið vel hringlaga smelluform (um 22 cm í þvermál) og jafnið deigið í forminu.
 6. Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í þunnar sneiðar, raðið sneiðunum þétt í hringi og stráið að lokum möndluflögum yfir allt saman.
 7. Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með engri kökumylsnu á.
 8. Kakan er dásamleg volg með ís/rjóma.

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur