Kanilkaka með eplum og möndlum



⌑ Samstarf ⌑

Pabbi minn hefur búið þessa köku til óralengi og var því kominn tími til að ég myndi prófa hana. Hún er dásamlega létt í sér, falleg og tilvalin með kaffinu.

Kanilkaka með eplum og möndlum uppskrift

  • 150 gr smjör við stofuhita
  • 170 gr sykur
  • 60 gr púðursykur
  • 3 egg
  • 250 gr hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk kanill
  • ¼ tsk negull
  • 1 ½ – 2 epli
  • 4 msk Til hamingju möndluflögur
  • Kanilsykur (3 msk sykur og 1 msk kanill)
  1. Hitð ofninn 175°C
  2. Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
  4. Blandið saman hveiti, lyftidufti, kanil og negul og setjið saman við í litlum skömmtum.
  5. Smyrjið vel hringlaga smelluform (um 22 cm í þvermál) og jafnið deigið í forminu.
  6. Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í þunnar sneiðar, raðið sneiðunum þétt í hringi og stráið að lokum möndluflögum yfir allt saman.
  7. Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með engri kökumylsnu á.
  8. Kakan er dásamleg volg með ís/rjóma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun