KryddbrauðÁ dögum sem þessum er notalegt að vera inni, baka eitthvað gómsætt og horfa á rigninguna úti. Starfsdagar, fræðsludagar og vetrarfrí eru yfirvofandi og er einmitt einn slíkur í dag hér í Mosfellsbænum.

Eldri dóttir mín er orðin ansi liðtæk í eldhúsinu og bakaði hún ásamt systur sinni kryddbrauð úr Disney bókinni sem var líka svona æðislega gott.

kryddbrauð

Það eina sem við breyttum í uppskriftinni var að skipta súrmjólk út fyrir AB-mjólk því það var það sem við áttum til í ísskápunum.

Kryddbrauð

 • 375 gr hveiti
 • 300 gr haframjöl
 • 750 ml súrmjólk (við notuðum AB mjólk)
 • 200 gr sykur
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 tsk negull
 • 1 tsk engifer
 • 1 tsk kanill
 • Möndluflögur til að strá yfir og olía til að smyrja formið (við notuðum PAM sprey)

Aðferð

 1. Hitið ofninn 180°C.
 2. Setjið öll þurrefnin í hrærivélarskálina og notið krókinn til að blanda létt saman.
 3. Setjið súrmjólkina útí og hrærið þar til blandað en varist að hræra of lengi (þá getur brauðið orðið seigt).
 4. Spreyið 2 form með PAM matarolíu-spreyi.
 5. Stráið möndluflögum yfir brauðin (má sleppa).

Bakið í miðjum ofni í um 45 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í brauðið kemur út hreinn.

Við mælum með þessu brauði volgu og með nóg af smjöri og osti 🙂

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun