Möndlumöffins



Ég hef reglulega bakað möndluköku eftir uppskrift af www.ljufmeti.com en þar er að finna margar frábærar uppskriftir. Þessi kaka er guðdómlega góð og einföld og upphafleg uppskrift kemur frá Home&Delicius. Það eina sem ég hef breytt er glassúr-uppskriftin. Þar sem mér finnast bollakökur/möffins svo fallegar á borði ákvað ég að yfirfæra þessa uppskrift yfir í lítil sæt pappaform og skreyta með þessum krúttlegu blómum sem ég fékk tilbúin í kökuskreytingardeildinni í Nettó.

Möndlumöffins (um 20-24stk)

  • 150 gr mjúkt smjör
  • 2 dl sykur – Dansukker
  • 4 egg
  • 5 dl hveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk möndludropar
  • 2 dl mjólk

Glassúr

  • 6 dl flórsykur
  • 5-6 msk heitt vatn
  • 1 tsk hindberjadropar
  • Matarlitur að eigin vali
  • Kökuskaut að eigin vali

Möffins – aðferð

  1. Hitið ofninn 180°.
  2. Hrærið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum samanvið, einu í einu og skafið niður á milli.
  4. Bætið þurrefnunum saman við ásamt möndludropum og mjólk.
  5. Hrærið þar til kekkjalaust.
  6. Skiptið í bollakökuform, uppskriftin gefur 22-26 bollakökur.
  7. Bakið í 18-20 mínútur.

Glassúr – aðferð

  1. Setjið allt saman í skál og hrærið saman þar til kekkjalaust.
  2. Bætið vatni/flórsykri við eftir þörfum ef ykkur finnst kremið of þykkt/þunnt.

Allt hráefni og kökuskraut í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun