Marmarakaka með súkkulaðibitum



Það er ekki hægt annað en að elska Betty Crocker!

Á sunnudaginn ákvað Habbý vinkona að kíkja við með skömmum fyrirvara og ég held án þess að ýkja að ég hafi verið um 5 mínútur að skella í þessa köku og inn í ofn, þar var hún dágóða stund á meðan við spjölluðum og dásamleg var hún síðan með ískaldri mjólk áfram yfir spjallinu.

Marmarakaka

Ég fylgdi leiðbeiningunum á pakkanum fyrir utan það að bæta við einu auka eggi í blönduna (samtals 4 egg), 3 msk af bökunarkakó (í dökka hlutann) og um 100gr af súkkulaðidropum. Setti rúmlega helminginn af súkkulaðidropunum þegar búið var að hella ljósu blöndunni í formið og notaði svo restina til að raða á kökuna þegar hún var komin úr ofninum. Þó ég hafi látið hana standa svolitla stund áður en ég tók hana úr forminu náðu súkkulaðidroparnir alveg að bráðna við toppinn.

Kökuna bakaði ég þó líklega í 45-55 mínútur við 160°C þar sem það tekur lengri tíma að baka í formkökuformi heldur en hefðbundnu kökuformi líkt og myndin á pakkanum sýnir. En að sjálfsögðu má nota hvaða form sem er, bara stinga reglulega prjón í kökuna til að ofbaka hana ekki!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun