Morgunverðarpönnsur



Fyrr í vetur var 12 ára dóttir mín með „sleepover“ partý og bauð nokkrum vinkonum úr skólanum. Þær pöntuðu amerískan bröns í morgunverð og þar sem ég grínast oft með að reka fimm stjörnu hótel fyrir unglinga varð ég að sjálfsögðu við þeirri ósk.

Hér fyrir neðan er uppskrift af morgunverðarpönnukökunum sem voru dásamlega góðar.

Morgunverðarpönnsur uppskrift

  • 2 egg
  • 4-5 dl mjólk
  • ½ dl sykur
  • 5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 60 gr brætt smjör
  • 2 tsk vanilludropar
  1. Hrærið saman egg  og mjólk (4 dl, bætið rest útí í lokin ef þarf).
  2. Blandið þurrefnunum saman og bætið hægt og rólega saman við mjólkurblönduna
  3. Bætið smjörinu saman við og að lokum vanilludropum.

Hitið smá klípu af smjöri á pönnu og skammtið væna matskeið af deigi í hverja pönnsu. Steikið stutt á hvorri hlið eða þar til þær verða gullinbrúnar.

Berið fram með eggjahræru/spældu eggi, beikoni , ávöxtum og nóg af sýrópi!

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun