Pony RegnbogakakaDóttir vinafólks okkar átti afmæli á dögunum og var Ponyþema. Þar sem „öldumynstur“ er eitt af mínum uppáhalds ákvað ég að útbúa eina slíka marglita og koma tveimur Pony vinum fyrir á toppnum.

Innihaldið er súkkulaðikaka, Betty Crocker Devils mix, bökuð í 2 x 20 cm formum og svo hvor botn um sig tekinn í tvennt með skera. Súkkulaðikremi smurt á milli og svo skreytt með vanillu smjörkremi. Fyrst þunnu lagi yfir alla kökuna og því næst er munstrinu sprautað á með hringlaga stút sem er rúmur 1 cm í þvermál.

Kaka

 • 1 x Betty Crocker Devils Food cake mix, bakað í 2 x 20cm formum

Súkkulaðismjörkrem á milli laga (3 x kremlag)

 • 125gr smjör (mjúkt)
 • 500gr flórsykur
 • 1 egg
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 msk sýróp
 • 4msk bökunarkakó
 1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
 2. Blandið flórsykri og kakó saman og bætið varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.

Vanillusmjörkrem til að skreyta kökuna að utan (gera 1,5 – 2x þessa uppskrift)

• 125gr smjör (mjúkt)
• 500gr flórsykur
• 1 egg
• 2 tsk vanilludropar
• 2 msk sýróp

 1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
 2. Bætið flórsykri varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
 3. Litið með þeim matarlit sem þið óskið eftir og byrjið á því að hjúpa alla kökuna með þunnu lagi af kremi.
 4. Sprautið „doppur“ lóðrétt eftir hlið kökunnar og dragið úr hverjum lit með spaða, endurtakið með smá fjarlægð á milli þar til þið eruð komin hringinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun