Mína mús
- Kældar kökukúlur
- Kökupinnaprik
- Rautt og svart Candy melts
- Kökuskraut
Aðferð
- Útbúið kökukúlur sem ykkur þykja góðar (hér má finna aðferð og hugmyndir)
- Stingið hníf sitthvoru megin á topinn til að rýma til fyrir eyrunum.
- Mátið eyrun ofaní „holuna sína“ og lagið kúluna til svo hún verði áfram hringlaga.
- Dýfið 1stk af Candy melts í brætt súkkulaðið og festið á sinn stað – kælið.
- Þegar eyrun eru orðin föst á sínum stað (tekur um 15-30 mínútur) er haldið í þau og neðri hlutanum dýft í rautt bráðið súkkulaði og pinnanum stungið í strax, umfram súkkulaði hrist af eins og venjulega en reynið að halda línunni (um það bil helmingur kúlunnar) og setjið hvítt hringlaga kökuskraut/perlur á „búkinn“ áður en hann storknar (hér má líka sprauta á hvítu súkkulaði í doppur þegar þornað). Stingið í frauðplast og látið storkna.
- Áður en efri hlutanum er dýft í svart Candy Melts set ég hvern pinna í frystinn í 5-10 mínútur til að koma í veg fyrir að eyrun „bráðni“ af þegar dýft er í volgt súkkulaði. Dýfið svarta hlutanum alveg að rauða hlutanum og helst örlítið uppá brúnina svo kökukúlan hjúpist alveg og ekkert loft komist út.
- Það getur reynst snúið að hafa efri hlutann jafnan báðu megin en best þykir mér að slá umfram súkkulaðið af á hlið (bara passa uppá miðlínuna) og einbeita mér svo að því að hafa framhlutann sléttari en þann aftari (vel fallegri hlið búksins til að meta þetta). Setja þarf slaufuna á áður en súkkulaðið storknar og að þessu sinni notaði ég stór hjörtu og eina perlu sem eru kökuskraut, alveg hægt að nota blóm, sykurmassaskraut eða annað líka.
One Reply to “Mína mús”