Það eru sumar færslur sem fá meiri athygli en aðrar hér á blogginu hjá mér. Þegar ég set inn uppskrift, myndir eða fréttir er ég kannski ekki alltaf að hugsa útí það að þetta fari lengra en hingað á síðuna mína. Það eru síðan póstar sem ég á oft enga von á því að verði vinsælir sem fara hvað víðast líkt og lakkrísgottið fyrir jólin og nú Maltesers kakan fína.
Hún hefur verið birt í Fréttablaðinu, á www.visir.is og á www.bleikt.is
Það er ekki annað að gera en hafa gaman af þessu og það er greinilegt að bloggið er að vaxa. Heimsókum fjölgar, fleiri aðdáendur eru komnir á Facebook og er ég ótrúlega þakklát fyrir áhugann hjá ykkur. Ég mun gera mitt besta til að halda áfram að setja inn skemmtilegar uppskriftir, kökuskreytingarhugmyndir og að sjálfsögðu bjóða uppá námskeið.
Gleðilegan konudag