LakkrísgottLakkrísgott uppskrift

 • 200gr döðlur (saxaðar niður)
 • 150gr smjör
 • 100gr púðursykur
 • 3msk sýróp
 • 15 stórir sykurpúðar
 • 5 bollar Corn Flakes
 • 1 poki lakkrískurl
 • 400gr suðusúkkulaði

 1. Setjið bökunarpappír í botninn og upp hliðarnar á skúffukökuformi (um 20x30cm).
 2. Bræðið saman döðlur og smjör í potti. Bætið púðursykri, sýrópi og sykurpúðum útí og hrærið í þar til döðlurnar hafa mýkst upp (um 8-10 mín á meðahita). Takið pottinn af hellunni.
 3. Bætið Corn Flakes og lakkrískurli útí og blandið vel. Hellið blöndunni yfir í formið og dreifið jafnt.
 4. Setjið í frysti í um 10 mínútur og bræðið suðusúkkulaðið á meðan í vatnsbaði (eða í örbylgjuofni).
 5. Smyrjið súkkulaðinu jafnt yfir kælda Corn Flakes blönduna og frystið að nýju í um 30-40 mínútur (þar til súkkulaðið er storknað að nýju).
 6. Takið úr frystinum, takið í bökunarpappírinn og lyftið gotteríinu uppúr. Leyfið að standa á borðinu í nokkrar mínútur.
 7. Skerið í bita og njótið!

3 Replies to “Lakkrísgott”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun