Þessar einföldu og skemmtilegu bollakökur geta allir gert án mikillar fyrirhafnar og eru tilvaldar í Hrekkjavökupartý helgarinnar!
Köngulóavefur – bollakökur
Hvað þarf til?
- Tilbúnar bollakökur
- Þykkan glassúr
- Matarliti
- Tannstöngla
Aðferð
- Bakið þær bollakökur sem ykkur þykja góðar. Hér á síðunni er að finna ýmsar uppskriftir í þeim efnum og að sjálfsögðu má líka notast við kökumix.
- Útbúið þykkan glassúr með flórsykri og vatni, setjið bara nokkrar tsk af vatni í einu og hrærið á milli. Þið viljið ekki að glassúrinn leki um of svo hafið hann nógu þykkan en þó þannig að hægt sé að dreifa úr honum með skeið yfir kökuna.
- Skiptið glassúrnum niður í skálar eftir því hvernig þið viljið hafa köngulóarvefinn og botninn á litinn (athugið að minna magn þarf fyrir litinn á vefnum).
- Setjið þann lit sem nota á fyrir vefinn sjálfan í zip-lock poka eða sprautupoka með litlum stút og plastið endann á milli þess sem hann er notaður.
- Smyrjið heillitnum á bollakökuna og teiknið því næst 4 hringi með hinum litnum til að draga í vef.
- Notið tannstöngul og dragið í gegnum báða litina (að ofan og niður) á 8 stöðum með jöfnu millibili.