Happy Halloween bollakökur



Þessar einföldu og skemmtilegu bollakökur geta allir gert án mikillar fyrirhafnar og eru tilvaldar í Hrekkjavökupartý helgarinnar!

Köngulóavefur – bollakökur

Hvað þarf til?

  • Tilbúnar bollakökur
  • Þykkan glassúr
  • Matarliti
  • Tannstöngla

Aðferð

  1. Bakið þær bollakökur sem ykkur þykja góðar. Hér á síðunni er að finna ýmsar uppskriftir í þeim efnum og að sjálfsögðu má líka notast við kökumix.
  2. Útbúið þykkan glassúr með flórsykri og vatni, setjið bara nokkrar tsk af vatni í einu og hrærið á milli. Þið viljið ekki að glassúrinn leki um of svo hafið hann nógu þykkan en þó þannig að hægt sé að dreifa úr honum með skeið yfir kökuna.
  3. Skiptið glassúrnum niður í skálar eftir því hvernig þið viljið hafa köngulóarvefinn og botninn á litinn (athugið að minna magn þarf fyrir litinn á vefnum).
  4. Setjið þann lit sem nota á fyrir vefinn sjálfan í zip-lock poka eða sprautupoka með litlum stút og plastið endann á milli þess sem hann er notaður.
  5. Smyrjið heillitnum á bollakökuna og teiknið því næst 4 hringi með hinum litnum til að draga í vef.
  6. Notið tannstöngul og dragið í gegnum báða litina (að ofan og niður) á 8 stöðum með jöfnu millibili.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun