Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

DöðlugottHér er á ferðinni hið sívinsæla döðlugott með smá útfærslu. Uppskriftina fann ég á Gulur Rauður Grænn og Salt en þar er að finna fjölmargar girnilegar uppskriftir (reyndar breytti ég einhverjum innihaldsefnum). Ég hef gert svipaða uppskrift áður og getið þið fundið það lakkrísgott hér á síðunni. Þessi er örlítið léttari í sér en engu að síður dásamlega góð. Það er sniðugt að skera gottið í litla bita og eiga í frystinum þegar góða gesti ber að garði. Þá er hægt að sækja nokkra mola og njóta þegar hentar.

Döðlugott

 • 500 gr döðlur (smátt saxaðar eða settar í matvinnsluvél)
 • 200 gr smjör
 • 80 gr púðursykur
 • 100 gr sýróp
 • 3 stk Yankee súkkulaðistykki (skorin í bita)
 • 140 gr Rice Krispies
 • 2 pokar lakkrískurl
 • 350 gr suðusúkkulaði

Döðlugott

 1. Setjið döðlur, smjör, púðursykur, sýróp og Yankee í pott og hitið við miðlungshita. Hrærið vel í allan tímann og takið af hellunni þegar allt er orðið mjúkt og bráðið (um 10 mín).
 2. Hellið lakkrískurli og Rice Krispies saman við og hrærið vel.
 3. Setjið bökunarpappír í botn&hliðar á formi (um 20x30cm) og þjappið blöndunni vel þar í.
 4. Frystið í um 15 mínútur.
 5. Því næst er bræddu suðusúkkulaðinu hellt yfir og dreift jafnt út og fryst aftur í um 20-30 mínútur áður en skorið er í bita.

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur