Mikka mús kökupinnar



Kökupinna er hægt að útbúa á ýmsan máta og er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum. Fyrr í sumar útbjó ég þessa sætu kökupinna fyrir strákaafmæli og kom ekkert annað til greina en Mikki mús. Ég hef áður gert Mínu mús kökupinna fyrir hana Hrafnhildi Ylfu litlu frænku og þar er betur hægt að sjá aðferðina við að útbúa þessa sætu kökupinna.

Ég notaði 1x súkkulaðikökumix frá Betty Crocker (Devils Food cake mix) og um 2/3 dós af Vanilla frosting frá sama framleiðanda í þessa kökupinna og svo svart og rautt Candy Melts. þetta gaf um 25 kökukúlur, ég gerði þær örlítið stærri en venjulega því ég var með breið pappaprik uppá burðarþolið að gera 🙂

Vilt þú læra að gera kökupinna?

Er með örfá sæti laus á kökupinnanámskeiðið hjá mér núna á miðvikudaginn kl:18:00 og geta áhugasamir sent fyrirspurn/skráð sig á gotteri@gotteri.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun