Nusco kökupinnar



Þar sem kökupinnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér ætla ég að reyna að vera dugleg að gefa ykkur hugmyndir af mismunandi innihaldi þeirra í vetur. Þegar maður hefur náð tökum á tækninni sem felst í því að mylja, blanda, rúlla og dýfa er hægt að byrja að leika sér með hráefni

Hér eru á ferðinni kökupinnar sem eru blanda af súkkulaðibotni, Betty Crocker vanilla frosting kremi og Nusco súkkulaðismjöri. Það þarf held ég ekkert að sannfæra einn né neinn um dálæti þessara pinna svo nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa.

  • Súkkulaði kökubotn
  • Betty Crocker vanilla frosting
  • Nusco súkkulaðismjör
  • Kökupinnaprik
  • Hjúpur (Candy melts eða annað súkkulaði)
  • Súkkulaðispænir til skrauts

Kúlurnar

  1. Myljið kökubotninn niður í skál eins smátt og unnt er.
  2. Blandið kremi og súkkulaðismjöri samanvið, lítið í einu svo blandan verði ekki of lin. Magnið fer svo eftir því hvort botninn hafi verið þurr/blautur í sér.
  3. Hnoðið blönduna saman og um leið og þið náið að móta kúlur sem ekki myndast sprungur í getið þið hafist handa við kúlugerð.
  4. Rúllið kúlur af sömu stærð og kælið í um 3 klst (eða yfir nótt).

Súpubolli úr Sistema línunni sem fæst í Nettó – tilvalinn í kökupinnadýfingar

Hjúpurinn

  1. Bræðið hjúpinn í örbylgjuofni/vatnsbaði í háu, grönnu íláti (sjá dæmi á mynd).
  2. Þynnið með ljósri matarolíu (1tsk í einu) þar til auðvelt er að dýfa kúlunum.
  3. Hefjist handa við að dýfa, leggið kúlurnar á hvolf á bökunarpappír áður en þær þorna og skreytið með súkkulaðispæni.

ATH!

Þeir sem hafa áhuga á að læra kökupinnagerð geta skráð sig á námskeið næsta miðvikudag, 10.september á gotteri@gotteri.is.

Nánari upplýsingar um námskeiðið hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun