Ef þessar eru ekki sumarlegar og flottar fyrir helgina þá veit ég ekki hvað!
Vanillu bollakökur uppskrift
- Betty Crocker vanillu kökumix
- Vanillu Royal búðingur
- Hrærið kökumixið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og bætið búðingsduftinu saman við í lokin.
- Skiptið niður í um 20 bollakökuform.
- Bakið og kælið á meðan kremið er útbúið.
Brómberjakrem uppskrift
- 150 gr smjör við stofuhita
- Fræ úr einni vanillustöng
- 450 gr flórsykur
- 125 gr brómber (maukuð) í kremið
- Brómber til skrauts
- Setjið smjör og fræin úr vanillustönginni í hrærivél og þeytið saman.
- Maukið brómberin í matvinnsluvél/blandara.
- Bætið flórsykrinum saman við smátt og smátt til skiptis við brómberjamaukið og skafið niður á milli.
- Hrærið þar til slétt og fellt, setjið þá í sprautupoka og skreytið kökurnar (ég notaðist við hringlaga stút um 1,5 cm í þvermál í þessu tilviki)
Þessar voru dásamlega góðar og fallegar, brómber eru einfaldlega góð í allt, hvort sem um er að ræða boozt, kökur, salat eða hvað!