Bollakökur og hvítt súkkulaðia185

Bollakökur

 • 1 pakki Betty Crocker Devils Food Cake Mix (og aukahráefni skv.pakka nema 4 í stað 3 eggja)
 • 100gr hvítt Toblerone, gróft saxað
 • 2-4 stangir af Kinder-lengjum með hvítu súkkulaði, gróft söxuð
 • 1 pakki Royal búðingur (nota bara duftið)
 • 3 msk bökunarkakó
 1. Hitið ofninn 160°C (blástur)
 2. Blandið saman kökumixi, eggjum, olíu og vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema bætið einu auka eggi við.
 3. Hrærið bökunarkakó og búðingsdufti saman við deigið og blandið létt saman.
 4. Að lokum er söxuðu súkkulaði (báðum tegundum) blandað saman við deigið með sleif.
 5. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakað í um 15-18 mínútur, kælið.

bollakökur

Smjörkrem með hvítu súkkulaði 

 • 200gr hvítt Toblerone, brætt og kælt lítillega
 • 180gr smjör við stofuhita
 • 4 msk rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • ½ tsk salt
 • 240gr flórsykur
 1. Þeytið smjörið í um 1 mínútu.
 2. Bætið flórsykri samanvið og blandið saman.
 3. Hellið hvíta súkkulaðinu samanvið og þeytið í um 2 mínútur að nýju.
 4. Bætið rjóma, vanilludropum og salti við í lokin og blandið vel saman.
 5. Kremið er frekar létt og örlítið loftkennt í sér. Gott er að kæla kökurnar stutta stund þegar búið er að setja kremið á þær áður en þær eru endanlega skreyttar.
 6. Hér var notast við stút 1M frá Wilton og sprautað upp í spíral

Þessa hugmynd af kremi fann ég á síðunni Sally’s baking addiction en þar er að finna fjölmargar skemmtilegar uppskriftir.

Skraut

 • 50gr dökkt súkkulaði, bráðið.
 • Súkkulaðispænir/skraut
 1. Setjið brætt súkkulaði í lítinn zip-lock poka og klippið lítið gat á eitt hornið.
 2. Skreytið með súkkulaði að vild og stráið svo súkkulaðispæni/skauti yfir áður en súkkulaðið harðnar að nýju.

a210

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun