Bollakökur
- 1 pakki Betty Crocker Devils Food Cake Mix (og aukahráefni skv.pakka nema 4 í stað 3 eggja)
- 100gr hvítt Toblerone, gróft saxað
- 2-4 stangir af Kinder-lengjum með hvítu súkkulaði, gróft söxuð
- 1 pakki Royal búðingur (nota bara duftið)
- 3 msk bökunarkakó
- Hitið ofninn 160°C (blástur)
- Blandið saman kökumixi, eggjum, olíu og vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema bætið einu auka eggi við.
- Hrærið bökunarkakó og búðingsdufti saman við deigið og blandið létt saman.
- Að lokum er söxuðu súkkulaði (báðum tegundum) blandað saman við deigið með sleif.
- Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakað í um 15-18 mínútur, kælið.
Smjörkrem með hvítu súkkulaði
- 200gr hvítt Toblerone, brætt og kælt lítillega
- 180gr smjör við stofuhita
- 4 msk rjómi
- 1 tsk vanilludropar
- ½ tsk salt
- 240gr flórsykur
- Þeytið smjörið í um 1 mínútu.
- Bætið flórsykri samanvið og blandið saman.
- Hellið hvíta súkkulaðinu samanvið og þeytið í um 2 mínútur að nýju.
- Bætið rjóma, vanilludropum og salti við í lokin og blandið vel saman.
- Kremið er frekar létt og örlítið loftkennt í sér. Gott er að kæla kökurnar stutta stund þegar búið er að setja kremið á þær áður en þær eru endanlega skreyttar.
- Hér var notast við stút 1M frá Wilton og sprautað upp í spíral
Þessa hugmynd af kremi fann ég á síðunni Sally’s baking addiction en þar er að finna fjölmargar skemmtilegar uppskriftir.
Skraut
- 50gr dökkt súkkulaði, bráðið.
- Súkkulaðispænir/skraut
- Setjið brætt súkkulaði í lítinn zip-lock poka og klippið lítið gat á eitt hornið.
- Skreytið með súkkulaði að vild og stráið svo súkkulaðispæni/skauti yfir áður en súkkulaðið harðnar að nýju.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó