Ekta heitt súkkulaðiGleðilegt ár kæru lesendur!

Hér á bæ voru jólabollarnir kvaddir í gær með heitu súkkulaði áður en þeim var pakkað aftur niður í kassa eftir góða jólahátíð!

Á þessu heimili er ansi oft tími fyrir heitt súkkulaði þó svo það eigi sérstaklega við á köldum vetrarmánuðum. Þó það sé bara virkur dagur eftir skóla eða við að skella okkur á skíði endar kakóbollinn alltaf svona góður því þegar búið er að smakka þessa blöndu, er ekki aftur snúið.

Heitt súkkulaði 

 • ½ líter nýmjólk
 • 60gr suðusúkkulaði
 • ½ msk bökunarkakó
 • 2 msk sykur
 • 2 msk Nesquick kakómalt
 • ½ msk smjör
 • Smá salt
 • Þeyttur rjómi til skrauts

Setjið allt saman í pott og hitið við vægan hita þar til allt er bráðið/blandað saman. Hellið á bolla og okkur þykir best að hafa nóg af þeyttum rjóma með súkkulaðispæni ofaná. Þessi uppskrift dugar í um 2 stóra bolla/könnur.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun