Vanillu ostakaka með berjasósu



Botn

  • 130gr Digestive hafrakex
  • 70gr Lu Bastogne kex
  • 90gr smjör
  1. Bræðið smjörið og setjið til hliðar.
  2. Maukið bæði kexin í matvinnsluvél (með kökukefli).
  3. Blandið smjörinu saman við þar til vel blandað.
  4. Smyrjið um 20cm springform vel með smjöri og hellið kexblöndunni í botninn. Þrýstið kexblöndunni upp kantana (um 2cm) og þjappið niður í botninn. Setjið plastfilmu yfir og kælið á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

  • 250gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita
  • 50gr sykur
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • 1tsk vanilludropar
  • 2,5dl rjómi
  1. Þeytið rjómaostinn í hrærivél (með handþeytara).
  2. Bætið sykri saman við og þeytið þar til létt og ljóst.
  3. Bætið vanillufræjunum og dropunum saman við blönduna og skafið vel niður á milli.
  4. Þeytið rjómann í hreinni skál og blandið varlega saman við rjómaostablönduna með sleif.
  5. Hellið yfir kexbotninn, plastið aftur og kælið í nokkrar klukkustundir/yfir nótt.

Berjasósa

  • 300gr blönduð frosin ber
  • 120gr sykur
  • 2 tsk sítrónusafi (má sleppa)
  1. Setjið öll hráefnin í pott og hitið á meðalhita þar til blandan byrjar að þykkna og bubbla örlítið (tekur um 10-15 mínútur).
  2. Bætið við sykri ef ykkur þykir blandan of súr og leyfið blöndunni að kólna áður en henni er hellt yfir kökuna. Kælið þá aftur í nokkrar klukkustundir/yfir nótt og losið springformið svo varlega frá og lyftið kökunni yfir á kökudisk.
  3. Einnig er hægt að setja plastfilmu innan á kökuformið til að auðveldara sé að losa kökuna úr þegar hún er tilbúin.
  4. Skreytið með berjum (ef vill).

Einnig gæti verið skemmtilegt að útbúa þessa ostaköku í fleiri litlum skálum/glösum í stað heillar köku.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun