Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Salthnetu-brownie kökupinnarÞað er þónokkuð síðan ég prófaði að útbúa þessa pinna en nú er ég að fara í gegnum myndir síðasta árs og sé það er heilmargt sem ég hef ekki enn náð að blogga um!

Þessir kökupinnar eru nokkuð þéttir í sér, með ríkt súkkulaðibragð og tilvaldir fyrir salthnetuunnendur.

Salthnetu-brownie kökupinnar

  • 1 brownie kaka – uppskrift hér, sú sem ykkur þykir góð eða notið 1x Betty Crocker Brownie mix
  • 1 poki Ultje salthnetur  – smátt saxaðar
  • 6-8 msk Betty Crocker vanillukrem
  • Súkkulaðihjúpur til að dýfa í og saxaðar hnetur til skrauts
  • Kökupinnaprik

  1. Myljið kökuna niður (ekki hafa áhyggjur, hún er blautari í sér en hefðbundin súkkulaðikaka og klessist strax svolítið)
  2. Hellið salthnetunum útí og blandið kreminu einnig saman við.
  3. Gott er að hnoða þetta allt saman og bæta við kremi ef þið náið ekki að móta kúlur.
  4. Kælið stutta stund (ekki of lengi því þá verða þessar kúlur of stífar til að hægt sé að stinga í þær, gott að prófa að dýfa fyrstu eftir um 30-60 mín)
  5. Dýfið í brætt súkkulaðið og skreytið með söxuðum salthnetum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur