Það er þónokkuð síðan ég prófaði að útbúa þessa pinna en nú er ég að fara í gegnum myndir síðasta árs og sé það er heilmargt sem ég hef ekki enn náð að blogga um!
Þessir kökupinnar eru nokkuð þéttir í sér, með ríkt súkkulaðibragð og tilvaldir fyrir salthnetuunnendur.
Salthnetu-brownie kökupinnar
- 1 brownie kaka – uppskrift hér, sú sem ykkur þykir góð eða notið 1x Betty Crocker Brownie mix
- 1 poki Ultje salthnetur – smátt saxaðar
- 6-8 msk Betty Crocker vanillukrem
- Súkkulaðihjúpur til að dýfa í og saxaðar hnetur til skrauts
- Kökupinnaprik
- Myljið kökuna niður (ekki hafa áhyggjur, hún er blautari í sér en hefðbundin súkkulaðikaka og klessist strax svolítið)
- Hellið salthnetunum útí og blandið kreminu einnig saman við.
- Gott er að hnoða þetta allt saman og bæta við kremi ef þið náið ekki að móta kúlur.
- Kælið stutta stund (ekki of lengi því þá verða þessar kúlur of stífar til að hægt sé að stinga í þær, gott að prófa að dýfa fyrstu eftir um 30-60 mín)
- Dýfið í brætt súkkulaðið og skreytið með söxuðum salthnetum.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó