Dumle bollakökur
- 1 bolli púðursykur
- ½ bolli sykur
- 120gr smjör
- 2 egg
- 1tsk vanilludropar
- 190gr hveiti
- 1tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 120ml súrmjólk
- 1 poki Dumle karamellur (ljósar) skornar í 6 bita hver
Aðferð
- Smjör og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst.
- Eggjunum bætt saman við, einu í einu ásamt vanilludropunum og skafið niður á milli.
- Því næst koma öll þurrefnin og súrmjólkin, varist að ofhræra.
- Að lokum er Dumle karamellubitunum blandað útí með sleif.
- Skiptið á milli 12-14 bollakökuforma (pappaform sett í ál/sílíkonmót)
- Bakið í um 175° heitum ofni í 20-22 mínútur.
- Kælið kökurnar og útbúið kremið.
Krem
- 1 ½ poki Dumle karamellur (ljósar)
- ½ tsk salt
- 1 dl rjómi
- 8 dl flórsykur (minna/meira eftir smekk)
Aðferð
- Bræðið karamellur, salt og rjóma saman við vægan hita.
- Leyfið karamellunni að kólna stutta stund áður en flórsykrinum er blandað samanvið hana.
- Sigtið flórsykurinn og setjið 1 dl í einu útí blönduna og hrærið (má gera í hrærivél).
- Bætið flórsykri við blönduna þar til þið hafið náð þeirri þykkt á kremi sem ykkur langar. Betra er þó að hafa kremið í stífari kantinum.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó