Dumle bollakökurDumle bollakökur

 • 1 bolli púðursykur
 • ½ bolli sykur
 • 120gr smjör
 • 2 egg
 • 1tsk vanilludropar
 • 190gr hveiti
 • 1tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 120ml súrmjólk
 • 1 poki Dumle karamellur (ljósar) skornar í 6 bita hver

Aðferð

 1. Smjör og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst.
 2. Eggjunum bætt saman við, einu í einu ásamt vanilludropunum og skafið niður á milli.
 3. Því næst koma öll þurrefnin og súrmjólkin, varist að ofhræra.
 4. Að lokum er Dumle karamellubitunum blandað útí með sleif.
 5. Skiptið á milli 12-14 bollakökuforma (pappaform sett í ál/sílíkonmót)
 6. Bakið í um 175° heitum ofni í 20-22 mínútur.
 7. Kælið kökurnar og útbúið kremið.

Dumle bollakökur

Krem

 • 1 ½ poki Dumle karamellur (ljósar)
 • ½ tsk salt
 • 1 dl rjómi
 • 8 dl flórsykur (minna/meira eftir smekk)

Aðferð

 1. Bræðið karamellur, salt og rjóma saman við vægan hita.
 2. Leyfið karamellunni að kólna stutta stund áður en flórsykrinum er blandað samanvið hana.
 3. Sigtið flórsykurinn og setjið 1 dl í einu útí blönduna og hrærið (má gera í hrærivél).
 4. Bætið flórsykri við blönduna þar til þið hafið náð þeirri þykkt á kremi sem ykkur langar. Betra er þó að hafa kremið í stífari kantinum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun