Rice Krispies kökur með lakkrísívafi



⌑ Samstarf ⌑
Rice Krispies kökur

Þessar tjúllað góðu hrískökur útbjó ég um daginn fyrir Gott í matinn og eins og svo oft áður steingleymi ég að setja þær uppskriftir hingað inn, obbosí.

Það er nú gott að þessar dúllur eru ekki bara páskalegar heldur sumarlegar líka svo hér kemur uppskriftin fyrir ykkur og ég er ekki að grínast en það tekur svona 15 mínútur að útbúa þessi dásamlegheit!

Hrískökur með lakkrísívafi uppskrift

  • 80 g smjör
  • 100 g 70% súkkulaði
  • 200 g rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti
  • 350 g sýróp (Lyle‘s)
  • Rice Krispies
  1. Bræðið saman smjör, báðar tegundir af súkkulaði og sýróp við meðalháan hita þar til þykk blanda hefur myndast.
  2. Leyfið blöndunni að „bubbla“ í um eina mínútu og takið þá af hitanum og leyfið að standa í um 10 mínútur.
  3. Bætið Rice Krispies saman við í litlum skömmtum og hrærið vel á milli. Gott er að hafa vel af súkkulaðiblöndu svo varist að setja of mikið Rice Krispies.
  4. Skiptið niður í pappaform og kælið í að minnsta kosti 30 mínútur.
Rice Krispies kökur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun